Lifrarkæfa Bjargar Ásgeirsdóttur

fyrir milligöngu Dóru Pálsdóttur

 


                     

120g. smjörlíki

200g. hveiti        

8 dl mjólk 

4 egg

 

Þetta er bakað upp og síðan eru eggin látin í eitt og eitt í einu, þegar sósan hefur kólnað dálítið.

 

 

Lifrarkæfuefni ca. 1500g. (fæst í Melabúðinni við Hofsvallagötu)

3 myndarlegir laukar, hakkaðir

2  ½ tsk. allrahanda

2 tsk. pipar

3 msk. salt

Stundum set ég smá slettu af Sherry og smá Timian krydd.

 

Öllu blandað vel saman í hrærivél.

 

Sósunni er hrært út í lifrina.

Hella efninu í form. Ég kaupi alltaf frekar lítil álform og  frysti það sem ekki er notað á stundinni.

Bakað í vatnsbaði við 2250  í um það bil 45 mín.