Steiktar kartöflukökur

 

5-600 g bökunarkartöflur

1 egg

1/4 tsk oregano

nýmalaður pipar

salt

2-3 msk olía

 

Kartöflurnar afhýddar og rifnar gróft. Settar í skál og eggi, oregano, pipar

og salti hrært saman við. Olían hituð á stórri, þykkbotna pönnu, helst

húðaðri. Kartöflurnar settar í hrúkur á pönnuna með skeið og síðan er hver

hrúka um sig flött út með skeiðarblaðinu eða spaða, eins mikið og stærð

pönnunnar leyfir. Kartöflukökurnar látnar krauma við mjög vægan hita þar til

þær hafa tekið lit að neðan og loða svo vel saman að hægt sé að snúa þeim ef

farið er gætilega. Snúið, þrýst ofan á þær með spaða og þær síðan steiktar

áfram við vægan hita þar til þær eru gegnsteiktar.

 

Nanna

 

 

Experience is that marvelous thing that enables you to recognize a mistake when you make it again.