Steikt hrísgrjón með beikoni og rækjum

 

1 poki karríkrydduð hrísgrjón

100 g venjuleg hrísgrjón

150 g beikon, skorið í litla bita

olía, ef þarf

200 g rækjur

1/2 knippi graslaukur, saxaður, eða 1-2 vorlaukar

2 egg

nýmalaður pipar

salt

 

1/2 l af vatni hitaður í potti og hrísgrjónin, bæði þau krydduðu og

ókrydduðu, sett út í þegar sýður og soðin við hægan hita þar til þau eru

nærri meyr. Þá er þeim hellt í sigti og látið renna vel af þeim. Beikonið

steikt á pönnu þar til það er stökkt og feitin bráðnuð úr því (ef það er

magurt þarf að bæta 1-2 msk af olíu á pönnuna). Hrísgrjónunum hellt á

pönnuna og steikt áfram við góðan hita í nokkrar mínútur. Hrært oft. Síðan

er rækjunum hrært saman við - það þarf ekki einu sinni að þíða þær fyrst -

hitinn lækkaður og steikt þar til rækjurnar eru heitar í gegn. Þá er

graslauknum hrært saman við og síðan eru eggin brotin út í pottinn og hrært

stöðugt á meðan þau eru að hlaupa. Potturinn tekinn af hitanum og grjónin

smökkuð til með pipar og salti.

 

Nanna