Fylltir Sveppir (Hrafnhildur)

 

Innihald

 

Heilir sveppir

Íslenskur gráðostur

Hvítlauksrif (magn eftir smekk)

 

 

Matreiðsla

 

Fóturinn tekinn af sveppunum.

Gráðosturinn settur í skál ásamt söxuðum hvítlauk og blandað vel saman.

Sveppirnir fylltir með gráðostablöndunni.

Sveppunum komið fyrir á léttum álbakka á grillinu uns osturinn er orðinn vel heitur.

 

Réttinn er hægt að bera fram sem forrétt með salatskreytingu eða sem meðlæti með aðalrétt.