Sjávarréttasalat frá Stykkishólmi

 

1 dós sýrður rjómi

1 dós majones

1 tsk. hvítlaukssalt

1-2 tsk. karry

1 græn paprika

2 msk. Sweet Relish (Heinz)

250 gr. hörpuskel (má skera í tvennt hvern bita)

rækjur + kræklingur að jöfnu

 

Öllu blandað saman í þeirri röð sem kemur fram í uppskriftinni.

Þetta má bæði nota sem forrétt (passa sig þá bara að eiga eftir pláss fyrir aðalréttinn) eða sem salat með góðu brauði/kexi.