Rækjur Brynhildar

 

1 kg rækjur

safi úr 5 lime

2 dl ólífuolía (þessi græna)

4 smátt söxuð hvítlauksrif (má vera

meira - smekkur)

1 búnt fersk mynta (sett í glas og

klippt smátt þar niðri)

1 búnt ferskt basil (farið eins með það

og myntuna)

salt og nýmalaður pipar

 

Hrærið lime, olíu, salti, pipar og hvítlauk saman (gjarnan að hrista það saman í

sósuhristu)

 

Hellið yfir rækjurnar og látið þær marinerast í kæliskáp í min. 1 klst og allt upp

í sólarhring. Ég set þær í box með loki og velti þeim í safanum svona þegar ég

á leið í skápinn.

 

Um leið og rækjurnar eru bornar fram (eftir að safinn hefur að mestu verið

sigtaður frá) blandar þú léttilega saman við þær basil og myntu. Gjarnan heil

basilblöð til skrauts hist og her

 

Að sögn Brynhildar sérstaklega gott með "með angandi brauð í ofninum,

kertaljós á hillunni og Chet Baker eða Coltrane á fóninum."