Rækjuforréttur frá Sverri Páli

 

EFNI:

-½ kg rækjur

-¼-½ dós Aspargus, smátt skorinn

-125 g sveppir, smekklega

brytjaðir

-3 tómatar, saxaðir smátt

-1 höfuð Icebergsalat, saxað

 

LÖGUR:

            -8 msk. góð matarolía

-4 msk. eplaedik

-2-3 hvítlauksrif örsmátt söxuð

-salt og pipar

 

SÓSA: 

-1 dl majonaise

-1 dl þeyttur rjómi

-1 dl tómatsósa

-1-2 msk sherry

-1½ tsk karry

-1 msk steinselja

 

Þetta er allt sett saman í skál og blandað varlega.

 

 

 Hrært vel saman og hellt yfir það sem í skálinni er skömmu fyrir

notkun.

 

 

 Allt hrært saman. Sósan borin fram í sérstakri skál svo allir geti

fengið sér eins og þeim hentar út á réttinn.

 

Borðist með ristuðu brauði, t.d. hálfum sneiðum horn í horn.