Hörpuskelfiskur með blaðlauk og spergli

Fyrir 4

Hráefni:

· 800 g hörpuskelfiskur

· 2 stk. kjúklingateningar (Knorr)

· 1/2 l vatn

· 1 dl hvítvín, óáfengt

· 1 tsk. rósmarín

· 4 msk. steinselja, fersk, söxuð

· 1 msk. sítrónusafi

· 4 msk. maizenamjöl eða sósujafnari

· salt og pipar

Meðlæti

· 16 stk. grænn spergill

· 16 stk. vorlaukur

Leiðbeiningar:

Sjóðið saman vatn, kjúklingateninga, hvítvín, krydd og sítrónusafa. Þykkið sósuna með sósujafnara.

 Bætið skelfiskinum út í síðustu 2-3 mínúturnar. Bragðbætið með salti og pipar.

 Berið fram með vorlauk og grænum spergli, sem soðinn hefur verið í léttsöltu vatni í 3-4 mín.

Annað meðlæti

Berið fram með grófu brauði.