Tíramisu

 

1 pk .Ladyfingers kökur

6 egg

6 msk sykur

2 ds Mascarbone ostur.

2 bollar sterkt kalt kaffi (Ég skipti hluta af kaffinu út fyrir kaffilíkjör eða einhvern annan líkjör, eftir því hvað ég á)

150 gr súkkulaðispænir

 

Kökurnar eru bleyttar í kaffinu

 

Eggjahvíturnar eru stífþeyttar.

 

Eggjarauðurnar eru þeyttar vel með sykrinum þangað til þær eru léttar.  Ostinum bætt í og hrært vel saman við.  Eggjahvítunum blandað í hræruna.

 

Síðan er helmingurinn af kökunum settur í botn á ská, því næst helmingurinn af ostahrærunni og súkkulaðispænirnir settir ofan á.  Þetta er endurtekið og endað á súkkulaðispænum.

Það er best að gera tíramisuið deginum áður en á að nota það svo að það nái að jafna sig.