Súkkulaðibúðingur (Vala, Halldóra Páls)

4 eggjahvítur stífþeyttar

½ líter rjómi þeyttur

4 eggjarauður og 2-3 msk. sykur þeytt vel saman.

Bræða 200g. suðusúkkulaði í vatnsbaði og blanda því síðan út í eggjaruður + sykur.

Stífþeyttum eggjahvítum og rjóma er síðan bætt varlega í blönduna.(helst með sleikju eða gaffli).

Gott er að brjóta makkarónukökur og stinga þeim í búðinginn hér og hvar.