Súkkulaðifylltir bananar

 

Handa 4

 

4 bananar

100g. suðusúkkulaði

4 tsk. salthnetur

 

Bananarnir skornir langsum með hýði eins og pylsubrauð ekki alveg í gegn. Súkkulaðið brytjað niður og stráð inn í sárið ásamt hnetunum. Lokið og pakkið í álpappír. Grillað í 7 mín.

Vanilluís, stjörnuávöxtur eða jarðaber borin með.