Jólagrautur

165g hrísgrjón

1L. mjólk

4 dropar vanilla

75g sykur

50g möndluspænir (ég sleppi þessu)

1/2 L. þeyttur rjómi

1 tsk.salt

hindberjasaft ( ég nota dönsku kirsuberin sem eru til í krukkum)

1.Setjið mjólkina í pott og sjóðið með sykri salti og vanillu.

2. Setjið hrísgrjónin út í þegar suðan kemur upp. Setjið þá lok á pottinn og látið hann inn í 125 heitan ofn. Bakið í 30 mínútur. (ég hef oft látið hann vera dálítið lengur)

3. takið pottinn úr ofninum, hrærið í hrísgrjónunum og látið kólna yfir nótt.

4. Þeytið rjóma og hrærið köldum hrísgrjónunum út í hann ásamt möndluspænunum. Berið fram með hindberja eða kirsuberjasaft.