Túnfiskpasta

 

6 msk ólífuolía (má svosem vera ögn minna)

1 rauðlaukur, saxaður

2 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt

2 dósir túnfiskur í vatni

3-4 tómatar, vel þroskaðir, saxaðir

1 lárviðarlauf

1 tsk oregano

chilipipar á hnífsoddi

nýmalaður pipar

salt

200 ml hvítvín, eða vatn og 1 msk sítrónusafi

2 msk pestósósa

400 g pasta, t.d. slaufur

2 vorlaukar, saxaðir

 

Olían hituð í þykkbotna pönnu og rauðlaukurinn og hvítlaukurinn látinn

krauma í henni við meðalhita án þess að brúnast. Túnfiskinum hvolft í sigti

og látið renna vel af honum. Síðan er hann settur á pönnuna og stappaður

sundur með sleif. Látið malla í nokkrar mínútur. Tómatar, lárviðarlauf,

oregano, chilipipar, pipar og salt sett út í og um 2 mínútum síðar er

hvítvíni eða vatni hrært saman við ásamt pestósósu. Látið malla við hægan

hita í 10-12 mínútur; ef allur vökvi er gufaður upp er gott að bæta svolitlu

vatni út í. Á meðan er pastað soðið í saltvatni þar til það er rétt meyrt.

Vorlauknum hrært saman við túnfisksósuna og látið malla í 2-3 mínútur í

viðbót. Pastanu hellt í sigti og látið renna af því. Hvolft í skál og síðan

er túnfisksósunni annaðhvort hellt yfir eða hún borin fram með.

 

Nanna