Tortellini með spergilkáli og reyktum laxi (DV)

 

400g. ferskt Tortellini

2-3 l vatn létt saltað

1-2 msk. ólífuolía í vatnið

 

Meðlæti

600 g reyktur lax í sneiðum

600 g spergilkál

8 msk. furuhnetur

 

Sósa

300 g reyktur lax

200 g spergilkál

200g sýrður rjómi

1 dl rjómi

1 dl mjólk

salt og svartur pipar

 

Sjóðið pastað í 3 mín. Það má síðan kæla eða bera fram heitt. Reyktu laxasneiðarnar eru brotnar saman og lagðar á disk ásamt soðnu spergilkáli yfir pastað. Brúnið furuhneturnar á þurri pönnu og stráið yfir ásamt sósunni.

Allt efni í sósuna er sett í matvinnsluvél og maukað. Kryddað með salti og pipar. Sósunni hellt yfir réttinn.