Pasta með sveppum og tómötum (Farfalle alla boscaiola)Þessi réttur er bragðmikill og ferskir kóngasveppirnir gefa yndislegt bragð auk þurrkuðu sveppanna. Þessi réttur á alltaf við. Athugið að þurrkuðu sveppirnir þurfa að liggja í bleyti í 30 mínútur.

Setja í matreiðslubókina mína 

   Hagnýtar upplýsingar:

Næringargildi miðað við 100 g

 

g

kJ

kkal

%

 Orka

 

 782 

 186 

 100 

 Fita

 

 283 

 69 

 37 

 Kolvetni 

 24 

 415 

 98  

 52 

 Prótein

 

 84 

 20 

 11 

 Trefjar

 

  

  

  

 

 Undirbúningur 

  10  mín

 Matreiðsla 

  30  mín

 Einfaldleiki 

  Meðal

 

   Hráefni:

Fyrir hve marga: 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25

Setja á innkaupalista:

500 

g

Barilla Farfalle

500 

g

tómatar

250 

g

sveppir, sneiddir

50 

g

smjör

50 

g

þurrkaðir kóngasveppir

stk

hvítlauksrif, söxuð

msk

ólífuolía

stk

laukur, saxaður

 

 

basilíka, söxuð

 

 

parmesan ostur

 

 

salt og pipar

 

 

steinselja


Matreiðsla
Látið þurrkuðu kóngasveppina liggja í volgu vatni í 30 mínútur og skolið þá síðan; látið vatnið renna vel af þeim. Afhýðið tómatana, kjarnhreinsið og sneiðið þá. Brúnið laukinn og fersku sveppina í ólífuolíu á pönnu. Hitið í 5 mínútur. Bætið kóngasveppunum, tómötunum og hvítlauk út á pönnuna.
Kryddið með salti og pipar. Hitið á pönnunni í 20 mínútur við vægan hita þar til vatnið hefur gufað upp; hrærið í af og til. Sjóðið pasta á meðan skv. leiðbeiningum á pakka. Látið vatnið renna vel af pastanu, setjið það á heitan disk ásamt sveppasósu, smjöri, steinselju og basilíku.

Framreiðsla
Berið fram heitt með parmesanosti.

Hollráð
Í stað Barilla Farfalle má nota Barilla Orecchiette eða Barilla Fusilli.

Við mælum með víninu...
Trivento Sangiovese. Smellið á slóðina til að fá umfjöllun um vín sem hentar vel með þessum rétti:
http://www.uppskriftir.is/wpp/ss/uppskriftir.nsf/pages/tiventosangiovese.html