Grænmetislasagna

 

 

Helgi Guðmundsson, yfirmatreiðslumeistari Salatbarnum við Austurvöll

 

 

Fyrir 4


·  Hráefni:

175 gr lasagna-blöð
2 meðalstórir laukar , sneiddir
100 gr blaðlaukur
1 hvítlauksgeiri (marinn)
350 gr tómatar, afhýddir og sneiddir
200 gr kúrbítur (zucchini) , skorinn langsum og sneiddur
100 gr sveppir, skornir
100 gr spergilkál (brokkólí)
1 msk olía
½ tsks basilíkum
1 msk tómatkraftur
salt og svartur pipar
25 gr valhnetur
450 gr hrein jógúrt
2 egg
¼ tsk kúmen
75 gr rifinn ostur (17% eða fitusnauður)
2 msk olía
100 gr parmesanostur


·  Aðferð:

Látið laukinn, blaðlaukinn sveppina, hvítlaukinn og, spergilkálið krauma í 1 msk af olíu, setjið síðan tómatana, og helminginn af kúrbítnum út í. Látið krauma þar til tómatarnir verða mjúkir.

Setjið basilíkum, tómatmaukið út í og kryddið eftir smekk með salti og pipar.

Smyrjið eldfast mót, setjið lasagna blöðin og grænmetið í lögum í skálina og endið á lasagnablöðum.

Þeytið jógúrtina saman við eggin og setið ostinn og kúmenið út í.

Hellið þessari blöndu yfir réttinn og setið afganginn af kúrbítnum ofan á.

Stráið parmasan yfir og bakið í 200° í 40 mín.

Berið fram með hvítlauksbrauði frá Jóa Fel og fersku salati.

Helgi Guðmundsson, yfirmatreiðslumeistari Salatbarnum við AusturvöllAðrar uppskriftir á NetDoktor.is