Farfalle með skinku og sólþurrkuðu grænmeti

 

400 g farfalle (slaufur)

salt

1 krukka (um 340 g) sólþurrkað grænmeti í olíu (frá Svansö)

4-5 vel þroskaðir tómatar

nokkrar ferskar timjangreinar eða 1 tsk þurrkað timjan

1 lárviðarlauf

nýmalaður pipar

150-200 g góð skinka

 

Pastað soðið í saltvatni þangað til það er rétt meyrt. Á meðan eru 3 msk af

olíu úr grænmetiskrukkunni hitaðar á pönnu. Tómatarnir skornir í bita og

settir út í ásamt timjani, lárviðarlaufi og pipar. Látið krauma við

meðalhita í nokkrar mínútur. Þegar tómatarnir eru farnir að verða meyrir er

grænmetið sett út í (látið olíuna renna vel af því fyrst ef þið eruð að

hugsa um línurnar, annars ekki). Skinkan skorin í ræmur og hrært saman við.

Látið malla í 3-4 mínútur í viðbót. Þegar pastað er soðið er því hellt í

sigti og látið renna vel af því. Hvolft í skál og síðan er sósunni hellt

yfir og blandað (einnig má bera hana fram með pastanu).