*     

 

Súkkulaðiterta mömmu

 

 

¼ bolli smjör

¼ bolli smjörlíki

2 bollar sykur

1 tsk. vanilla

 

Sett í skál og hrært þar til það verður ljóst.

2 egg

Eggjunum bætt í

¾ bolli kakó

1 ¾ bolli hveiti

¾ tsk. lyftiduft

¾ tsk. natrón (matarsódi)

1/8 tsk. salt

Hrært saman og bætt út í eggjahræruna ásamt mjólkinni.

1 ¾ bolli mjólk

 

 

Bakað við ca.175 0 í 30-35 mín

 

Krem

2 ½ 2 ½ bolli flórsykur

½ bolli kakó

2 msk. smjörlíki

4 msk. gott kaffi

mjólk eða rjómi