Eplakaka með apríkósum

 

3 epli, t.d. Granny Smith

12-15 þurrkaðar apríkósur

125 g smjör

175 g ljós púðursykur eða hrásykur

1 tsk vanilluessens

2 egg

225 g hveiti

1 tsk lyftiduft

1 tsk matarsódi

2 msk apríkósusulta

 

Ofninn hitaður í 180 gráður. Eplin afhýdd, kjarnhreinsuð og skorin í bita og

apríkósurnar skornar í bita. Smjörið brætt og síðan hrært vel með

púðursykrinum og vanilluessensinum. Eggjunum þeytt saman við, öðru í senn,

og síðan er hveiti og lyftiefnum blandað saman og hrært saman við deigið,

sem á að vera nokkuð þykkt og stíft. Eplum, apríkósum og apríkósusultu

blandað saman við. Jafnað í meðalstórt smurt og pappírsklætt form (helst

springform), sett í ofninn og kakan bökuð í um 55 mínútur, eða þar til hún

er farin að losna frá börmunum og prjónn sem stungið er í hana miðja kemur

hreinn út. Látin bíða í forminu nokkra stund en síðan losuð gætilega úr því

og hvolft á grind.