Hvernig steikja á kalkún

Uppskriftin er frá Reykjabúinu í Mosfellsbæ með smá breytingum frá Dóru Pálsdóttur.

 

1.             Hreinsið og þerrið fuglinn vel að innan.

2.             Nuddið hann með hálfri sítrónu að utan og innan.

3.             Setjið fyllinguna inn í fuglinn og saumið fyrir.

4.             Saltið vel og setjið smjörklípu hér og þar á allan fuglinn.

5.             Pakkið kalkúninum öllum vel inn í álpappír. Þannig helst kjötið safaríkara. ( í uppskriftinni stendur að það eigi að setja álpappírinn yfir fuglinn en mér hefur reynst betur að pakka honum alveg inn).

6.             Setjið kalkúninn á grind í ofnskúffu og steikið í 1500 heitum ofni. Miðað er við 45 mín. fyrir hvert kíló. Stingið með prjóni í lærið innanvert, ef safinn er glær er fuglinn tilbúinn.  Hækkið hitann í 200þegar hálftími er eftir af steikingunni og takið álpappírinn af svo kjötið brúnist vel. Gott er þá að ausa soðinu yfir Kjúlla litla.

 

Púrtvínssósa

Uppskriftin er frá Reykjabúinu í Mosfellsbæ með smá breytingum frá Dóru Pálsdóttur.

 

100 g. smjör

100 g. hveiti

4 dl soð af innmat. Hér er líka gott að bæta við kalkúnakrafti frá Oscar blandað með vatni sérstkalega ef sósan er of þykk. (innmatur soðinn í 1.klst. og lifrin hökkuð niður og sett í sósuna, punktur frá Önnu frænku)

2.tsk. Dijon sinnep

2 dl  dökkt púrtvín

2 dl. rjómi

salt og pipar eftir smekk

Bræðið smjörið í potti og hrærið hveitinu saman við, jafnið með kalkúnasoðinu, einn og einn dl. í einu. Bætið sinnepinu út í, því næst púrtvíninu og rjómanum smátt og smátt og hrærið vel. Kryddið með salti og pipar. Hellið að síðustu steikingarsafanum mínus fitu út í sósuna. Smá skvetta af koníaki og smátt hökkuð lifrin setur síðan punktinn yfir i-ð.