Waldorfsalat

 

3 epli

2 sellerístönglar

150 g vínber

25-40 g valhnetukjarnar

150 g (3/4 dós) sýrður rjómi (36%)

4 msk majónes

nýmalaður pipar

salt

 

Eplin þvegin, þerruð, kjarnhreinsuð og skorin í teninga. Selleríið skorið í

litla bita; ef er lauf á því má taka það frá og nota til skreytingar.

Vínberin helminguð og steinhreinsuð ef þarf (en fyrirhafnarminnst er að nota

steinlaus vínber). Nokkrir valhnetukjarnar teknir frá en hinir grófmuldir.

Eplum, selleríi, mestöllum vínberjunum og muldu hnetunum blandað saman í

skál. Rjómi og majónes hrært saman, kryddað ögn með pipar og salti (sumir

setja svolítið sinnep) og hrært saman við. Skreytt með valhnetukjörnum,

vínberjahelmingum og e.t.v. sellerílaufi.