Tómatsalat með rauðvínsedikssósu

Fyrir 4

Hráefni:

· 600 g tómatar

· 150 g sykurbaunir

· 6 stk. belgbaunir

· 150 g strengjabaunir

· 8 msk. furuhnetur

· 8 msk. hjartahnetur (cashewhnetur)

Rauðvínsedikssósa (vinaigrette)

· 4 stk. skalotlaukur

· 1 búnt fersk steinselja, söxuð

· 2 dl rauðvínsedik

· 5 stk. hvítlauksrif í sneiðum

· 1-1/2 dl matarolía

· 2 msk. kjúklingasoð (vatn og teningur)

· 1 tsk. timian, ferskt

· salt og pipar úr kvörn

Leiðbeiningar:
Skerið belgbaunir í strimla, sjóðið síðan með sykur- og strengjabaunum í léttsöltu vatni í 1-2 mín. Kælið. Skerið tómata í sneiðar og blandið saman við baunirnar, leggið í skál. Hneturnar léttbrúnaðar á heitri, þurri pönnu, blandað saman við salatið. Berið fram með rauðvínsedikssósunni.

Rauðvínsedikssósa (vinaigrette)
Hvítlaukssneiðarnar léttbrúnaðar í 4 msk. af matarolíu. Látið kólna og blandið síðan saman við önnur hráefni í sósuna. Pískið vel saman.