Spínat - Vesturbæingur (DV Sonja Grant)

 

Fyrir 4-5

 

500g. spínat

500 g kotasæla

rifinn mozarellaostur

8 -10 ferskir tómatar eða tvær dósir af niðursoðnum

2 stórir laukar saxaðir

1/2 hvítlaukur saxaður smátt

lasangablöð helst frá Pestó

kaffirjómi

nýmalaður svartur pipar, salt, basilikum, smá cayennepipar

 

Spínatið er soðið í saltvatni og kælt niður. Kotasælu, mozarella og spínati blandað saman og kryddað.

Tómatar og laukur sett í pott og látið malla smá stund. kryddað hæfilega.

 

Fyrst er lag af spínatblöndunni sett í elfast fat, þá tómatblandan og síðan lasangablöð. Þetta er síðan endurtekið en fallegast er að hafa spínatblöndu efst. Kaffirjóma hellt yfir þannig að fljóti vel.

180 gráður í 35 -40 mín