Grillaður rauðlaukur með hindberjaediki

 

3 rauðlaukar, meðalstórir

4 msk hindberjaedik (eða rauðvínsedik)

4 msk olía

nýmalaður pipar

salt

 

Laukurinn afhýddur en rótarendinn ekki skorinn af (það er til að laukblöðin losni ekki í sundur). Hver laukur er svo skorinn í 8 geira, þeir settir í skál og edikinu ýrt yfir. Látið standa í hálftíma og hrært öðru hverju. Grillið í ofninum hitað. Álpappír breiddur á bökunarplötu og hún pensluð með olíu. Laukurinn tekinn úr edikinu (en það geymt) og raðað á plötuna. Meiri olíu ýrt yfir og kryddað með pipar og salti. Laukurinn er svo settur í ofninn, 8-10 cm frá grillristinni, og grillaður þar til hann er farinn að taka lit en ekki brenna. Þá er platan tekin út, laukgeirunum snúið og þeir grillaðir álíka lengi á hinni hliðinni. Laukurinn er svo tekinn út, settur á fat og edikinu ýrt yfir. Látið kólna nokkuð og borið fram volgt eða við stofuhita.