Grænmetis- og beikonbaka

Fyrir 6-8

 

Hráefni:

Botn

· 500 g smjördeig (fæst tilbúið)

Grænmetis- og beikonfylling

· 200 g beikonstrimlar

· 1 stk. fennikka

· 2 stk. tómatar

· 1 stk. rauðlaukur

· 2 stk. hvítlauksrif

· 1/2 haus spergilkál

· 1/2 haus blómkál (lítill)

· 1 tsk. timian

· 1 tsk. rósmarín

· 2 dl mjólk

· 4 stk. egg

· 100 g mozzarellaostur, rifinn

· 50 g parmesanostur

· 6-7 stk. beikonsneiðar

Leiðbeiningar:
Botninn: Smyrjið eldfast mót, u.þ.b. 24-26 cm. í þvermál. Fletjið smjördeigið út í u.þ.b. 30x30 cm., og leggið í mótið.Fyllingin: Saxið rauðlauk, tómata og hvítlauksrif. Skerið spergilkál og blómkál í grófa bita, sjóðið í 4 mínútur í léttsöltu vatni. Kælið. Skerið fennikkuna í sneiðar og sjóðið þær einnig í 2-3 mín. Einnig kældar. Blandið síðan saman ásamt öllu öðru grænmeti og leggið á deigið í eldfasta mótinu. Pískið saman mjólk, eggi og þurrkuðu kryddi, bragðbætið með salti og pipar og hellið yfir grænmetið.
Stráið mozzarellaostinum yfir. Smjördeigshornin sem standa útfyrir eru brotin inná bökuna. Þar ofan á eru settar sneiðar af beikoni og parmesanosti. Bakið í 40-45 mín. við 190°C.