Gráðaosta- og spergilkálsbaka

Fyrir 6

 

Hráefni:

Botn

· 175 g hveiti

· 1 stk. egg

· 1 tsk. salt, sléttfull

· 70 g smjör eða smjörlíki

Fylling

· 1 haus spergilkál

· 100 g sellerí

· 2-3 stk. tómatar

· 3 stk. egg

· 1/2 dl mjólk

· 1 dós sýrður rjómi

· 1 tsk. timian

· salt og svartur pipar úr kvörn

· 100 g mozzarellaostur, rifinn (ríflega 1/2 poki)

· 100 g gráðaostur (lítið stykki)

· 80 g möndluspænir

Leiðbeiningar:
Botninn: Blandið efnunum saman í hrærivélarskál og hnoðið vel saman. Þegar deigið hefur samlagast vel er það tekið úr skálinnni og lokið við að hnoða það í höndunum. Sett í plastfilmu og hvílt í kæli í 2 klst. Síðan er það flatt út á borði, lagt í smurt eldfast mót (24-26 cm. í þvermál), þrýst út í hliðarnar og afgangs deig skorið af brúnunum þegar fyllingin er komin í.Fyllingin: Spergilkálið soðið í 3 mínútur í léttsöltu vatni og síðan kælt. Sellerí skorið í sneiðar og soðið í 2 mín. í léttsöltu vatni, einnig kælt. Leggið síðan spergilkál, sellerí og tómata í sneiðum á deigið í forminu. Pískið saman mjólk, sýrðan rjóma, egg og krydd og hellið yfir grænmetið í forminu. Mozzarellaostinum stráð yfir og gráðaostinum í grófum bitum. Bakið við 190°C í 40-45 mínútur. Léttbrúnið möndluspæni á þurri, heitri pönnu og dreifið yfir bökuna áður en hún er borin fram. Borið fram heitt eða kalt með brauði og fersku salati.

Leggið deigið í smurt formið og þrýstið út í hliðarnar.

Fyllingin lögð í botninn.

Vökvanum helt yfir ...

... og síðan ostinum.