Túnfisklasagna

 

Um 9 grænar lasagnaplötur

 

Hvít sósa

 

21/2 dl rjómi eða kaffirjómi

100 g rifinn brauðostur

sósujafnari

salt

pipar

2 msk parmesanostur

 

Hitið rjómann og bræðið ostinn í rjómanum við vægan hita. Þykkið með sósujafnara, kryddið með salti og pipar og setjið loks parmesanost saman við.

Fylling:

 

300 g sveppir

smjör eða smjörliki til steikingar

1 tsk sitrónusafi

300-400 g túnfiskur í olíu

2 stórir tómatar

2 msk parmesanostur

50 g rifinn brauðostur

Sneiðið og steikið sveppina, dreypið sítrónusafa yfir.

Skerið tómatana í sneiðar.

Setjið þriðjung hvítu sósunnar á botninn. sáldrið parmesanosti yfir og þekjið með lasangaplötum.

Setjið sósu þar yfir, síðan alla sveppina og annað lag af lasangaplörum, þá allan túnfiskinn og örlitla olíu af fiskinum með.

Myljið pipar yfir fiskinn.

Setjið þriðja lagið af lasangaplötum yfir, afganginn af sósunni og tómata þar ofan á. Stráið loks rifnum osti ofaná.

Bakið í 200° heitum ofni í 30 mínútur.