Hörpuskel í gráðostasósu

 

350 g. hörpuskel

50 g. gráðostur

1 stk. banani

2 dl. rjómi

1/2 dl. hvítvín

salt og pipar

smjör til steikingar

 

Hörpuskelin er snöggsteikt upp úr smjöri og krydduð með salti og pipar. Tekin af pönnunni og sett á disk.

Niðursneiddur bananinn steiktur og settur til hliðar.

Rjóminn og hvítvínið sett á pönnuna og og gráðosturinn mulinn útí. Soðið í 2. mín.

Hörpuskelin ásamt banönunum sett út í og allt hitað upp.

 

Ég punta þetta gjarnan með steinselju og ber fram með heitu góðu brauði.

 

Bon appetitt!!