Grillaður humar í skel

Fyrir 4

 

Hráefni:
1 kg humar í skel

Hvítlaukssmjör
100 g smjör

· 1 msk. söxuð steinselja

· 2 stk. hvítlauksgeirar, smátt saxaðir

Mango salat

· 1/2 stk. jöklasalat

· 1 stk. mango

· 1 stk. lítil rauð paprika

· 1/4 stk. agúrka

· 10 stk. vínber

· 6 stk. ólífur

Leiðbeiningar:
Bræðið smjörið í potti, bætið hvítlauk og steinselju í og látið sjóða í 2 mín.

Humarskelin klofin í tvennt eftir endilöngu, humarinn er settur í bakka með skelhliðina niður. Penslið humarinn vel með hvítlaukssmjörinu og grillið á vel heitu grilli í 6 mínútur og snúið af og til.

Mango salat

Jöklasalat, agúrka og paprika skorin niður og látin í skál. Afhýðið mangóið og skerið í sneiðar, skerið vínberin í tvennt og takið steinana úr, blandið þessu saman í skálinni ásamt ólífunum.

Meðlæti
Mangosalat og hvítlauksbrauð: penslið fjórar brauðsneiðar með svolitlu af hvítlaukssmjöri og grillið hæfilega.