Fiskur með papriku og beikoni

 

7-800 g þorskur, ýsa eða annar fiskur, roðflettur og beinlaus

nýmalaður pipar

salt

3-4 paprikur, gular og rauðar

150 g beikon, fremur magurt

1 msk ólífuolía

100 ml hvítvín eða vatn

1 tsk sítrónusafi, ef notað er vatn

1 msk furuhnetur

1 msk basilíkublöð, söxuð (má sleppa)

 

Fiskurinn skorinn í stykki og kryddaður vel með pipar og salti. Paprikurnar

fræhreinsaðar, skornar í fjórðunga og hver fjórðungur síðan í mjóar ræmur.

Stór panna hituð og beikonið skorið í bita og steikt á henni þar til það er

farið að brúnast en ekki orðið mjög stökkt. Tekið upp með spaða og sett á

disk. Olían hituð á pönnunni (óþarfi ef dálítið af feiti hefur runnið úr

beikoninu) og síðan er fiskurinn settur á hana og steiktur við fremur háan

hita í 1-2 mínútur. Þá er honum snúið og paprikunni dreift yfir og á milli.

Víni (eða vatni og sítrónusafa) hellt á pönnuna, beikoni og furuhnetum

dreift yfir og látið sjóða við meðalhita í nokkrar mínútur, eða þar til

fiskurinn er soðinn í gegn og paprikan meyr. Vökvinn ætti að vera gufaður

upp að mestu. Smakkað til með pipar og salti. Basilíkunni dreift yfir og

borið fram, t.d. með soðnum kartöflum.