Fiskur Heiða

 

2-3 stórar gulrætur skornar í þunnar sneiðar

2 stórir laukar skornir í þunnar sneiðar

3-4 msk smjör/smjörlíki

sítrónusafi, salt, pipar

ca. 1 kg. roðflett ýsuflök

 

Laukurinn og gulræturnar steiktar í smjörinu við vægan hita í 7-10 mín.
Á meðan liggur fiskurinn í sítrónusafanum og kryddinu.
Síðan er fiskurinn lagður ofan á laukinn og gulræturnar á pönnunni. og lokið sett á.
Látið sjóða við vægan hita í 7-10 mín.